Hoppa yfir valmynd
25. nóvember 2013 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Nemendur úr MR áttu fund með mennta- og menningarmálaráðherra

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra tók við mótmælum MR-inga við ónógum fjárframlögum til skólans.

Nemendur úr MR áttu fund með mennta- og menningarmálaráðherra
Nemendur úr MR áttu fund með mennta- og menningarmálaráðherra

Nemendur Menntaskólans í Reykjavík söfnuðust saman við mennta- og menningarmálaráðuneytið í morgun til að afhenda Illuga Gunnarssyni mennta- og menningarmálaráðherra mótmæli við lágum fjárframlögum til skólans að þeirra mati. Nemendur og starfsmenn skólans hafa vakið athygli á fjármálum hans að undanförnu og bent á að kostnaður við hvern nemenda er áætlaður minni en við aðra skóla. 

Ráðherra bauð forsvarsmönnum nemenda til fundar við sig þar sem rædd voru málefni skólans og skýrt var fyrir nemendum að framlög til skóla ráðast af mismunandi forsendum og eru því mismunandi eftir starfsemi þeirra, t.d. að bóknámsbrautir eru að jafnaði kostnaðarminni en margar verknámsbrautir. Einnig var vakin athygli á að mismunandi reiknaður kostnaður vegna húsnæðis getur valdið töluverðri skekkju þegar framlög á hvern nemanda eru borin saman á milli skóla. 

Í fundarlok þakkaði ráðherra nemendum fyrir að vekja athygli á stöðu skólans og sagði að ráðuneytið myndi fara í saumana á málinu.

Illugi Gunnarsson ræðir við nemendur Menntaskólans í Reykjavík

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira