Hoppa yfir valmynd
25. nóvember 2013 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Óskað eftir umsögnum um reglugerð um rammaáætlun

Hvönn og foss í íslenskri náttúru.
Hvönn og foss í íslenskri náttúru.

Umhverfis- og auðlindaráðherra hyggst á næstunni setja reglugerð um virkjunarkosti í verndar- og orkunýtingaráætlun (rammaáætlun) sem kveður á um þau gögn sem fylgja skulu beiðni til Orkustofnunar um umfjöllun um mögulegan virkjunarkost. Óskað er eftir umsögnum um þau drög að reglugerðinni sem nú liggja fyrir.

Samkvæmt lögum þarf beiðni um að verkefnastjórn fjalli um virkjunarkost að berast Orkustofnun sem metur hvort viðkomandi kostur sé nægjanlega skilgreindur til að verkefnisstjórn geti fjallað um hann. Er ítarleg grein gerð fyrir því hvaða gögn skuli fylgja slíkri beiðni. Með öllum beiðnum þurfa t.a.m. að fylgja upplýsingar um mörk framkvæmdasvæðis, staðsetningu, útlínur og hæð helstu mannvirkja, afl virkjunar, orkugetu og fleira. Þá þurfa skilgreind gögn að fylgja annars vegar beiðnum um umfjöllun um virkjun fallvatna og hins vegar beiðnum um virkjun háhitasvæða.

Umsagnir vegna meðfylgjandi draga skulu berast umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík, í síðasta lagi 2. desember næstkomandi eða á netfangið [email protected]

Drög að reglugerð um virkjunarkosti í verndar- og orkunýtingaráætlun.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira