Hoppa yfir valmynd
25. nóvember 2013 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heimsækir Hornafjörð

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra setti mánudaginn 25. nóvember, ráðstefnu um hagsmunamál dreifbýlisins sem haldin var í Mánagarði í Nesjum við Hornafjörð. Sigurður Ingi kom víða við í erindi sínu, nefndi sérstaklega vinnu við skipulag landnotkunar í dreifbýli. Þá fór ráðherra nokkrum orðum um mikla möguleika sem hann sér í matvælaframleiðslu á Íslandi. Nú þegar liggur við að á innanlandsmarkaði seljist allt sem sauðfjárbændur og mjólkurbændur framleiða og því lítið til útflutnings. Að vissu leyti væri þetta kærkomið "vandamál", sem byði upp á mikla möguleika til að auka framleiðslu og flytja út. Fjölmörg fróðleg erindi voru á ráðstefnunni. Sem dæmi má nefna erindi Kristínar Hermannsdóttur forstöðukonu Náttúrustofu Suðausturlands um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra. Sindri Sindrason formaður Bændasamtaka Íslands flutt erindi um stöðu landbúnaðarins og Grétar Már Þorkelsson flutti fróðlegt erindi um ágang álfta og gæsa í ræktarland, sérstaklega kornakra. En þar eru þær hvítu stórtækar mjög.    

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira