Hoppa yfir valmynd
29. nóvember 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Styrkir til gæðaverkefna árið 2013

Málin skoðuð
Málin skoðuð

Velferðarráðuneytið auglýsir styrki vegna gæðaverkefna árið 2013. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á verkefni sem tengjast þróun á skipulagi í heilbrigðisþjónustu, svo sem þróun á þverfaglegri teymisvinnu, með það að markmiði að auka öryggi og gæði þjónustunnar.

Í styrkumsókn skal m.a. koma fram markmið verkefnis, framkvæmdaáætlun og hvernig unnt væri að nýta niðurstöður
til að auka gæði og öryggi heilbrigðisþjónustunnar.

Sótt skal um í nafni einstakra stofnana og/eða starfseininga. Styrkirnir eru að hámarki 400 þúsund krónur.

Vakin er athygli á að umsækjendum er gert að sækja um rafrænt. Umsóknarfrestur er til og með 20. desember 2013.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum