Hoppa yfir valmynd
29. nóvember 2013 Félagsmálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Styrkir til gæðaverkefna árið 2013

Málin skoðuð
Málin skoðuð

Velferðarráðuneytið auglýsir styrki vegna gæðaverkefna árið 2013. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á verkefni sem tengjast þróun á skipulagi í heilbrigðisþjónustu, svo sem þróun á þverfaglegri teymisvinnu, með það að markmiði að auka öryggi og gæði þjónustunnar.

Í styrkumsókn skal m.a. koma fram markmið verkefnis, framkvæmdaáætlun og hvernig unnt væri að nýta niðurstöður
til að auka gæði og öryggi heilbrigðisþjónustunnar.

Sótt skal um í nafni einstakra stofnana og/eða starfseininga. Styrkirnir eru að hámarki 400 þúsund krónur.

Vakin er athygli á að umsækjendum er gert að sækja um rafrænt. Umsóknarfrestur er til og með 20. desember 2013.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira