Hoppa yfir valmynd
30. nóvember 2013 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Framhald síldaraðgerða metið eftir helgi

Kolgrafafjörður VII 291113
Kolgrafafjörður VII 291113

Framhald fælingaraðgerða með hvellhettum í Kolgrafafirði í gær staðfesti fyrri reynslu af að slíkar aðgerðir séu árangursríkar í því skyni að smala síld. Veðurskilyrði í firðinum í gær gerðu mönnum hins vegar mjög erfitt fyrir og tókst ekki að smala allri þeirri síld sem stefnt var að út fyrir brú.

Mikill vindur og úrkoma tafði fyrir aðgerðum í gær og er ekki útlit fyrir að hægt verði að halda aðgerðum áfram sé mið tekið af  veðurspá og sjávarföllum næstu daga. Á hinn bóginn er veðurspáin jákvæð með tilliti til súrefnismettunar fjarðarins og er ekki talin hætta á að hún falli niður fyrir hættumörk á meðan vindasamt er.

Stefnt er að því að endurmeta stöðuna eftir helgi með tilliti til framhalds aðgerða og annarra möguleika á að bregðast við síldarkomunni í Kolgrafafirði. Mun viðbúnaður miðast við að hægt verði að halda aðgerðum áfram með tiltölulega stuttum fyrirvara um leið og hugað er að lausnum til lengri tíma. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira