Hoppa yfir valmynd
2. desember 2013 Matvælaráðuneytið

Reglugerðir um dragnótaveiðar endurútgefnar

Ráðuneytið hefur endurútgefið reglugerðir varðandi dragnótaveiðar. Um er að ræða sjö reglugerðir og fjölda breytingareglugerða við þær. Reglugerðirnar sem koma nú út eru sex talsins og eru eftirfarandi:

1.      Reglugerð nr. 1061/2013 um dragnótaveiðar

2.      Reglugerð nr. 1062/2013 um bann við dragnótaveiðum í fjörðum Vestfjarða og út af Ströndum

3.      Reglugerð nr. 1063/2013 um dragnótaveiðar á Norðausturlandi og Austfjörðum

4.      Reglugerð nr. 1064/2013 um bann við dragnótaveiðum á Norðvesturlandi og út af Ströndum

5.      Reglugerð nr. 1065/2013 um friðun veiðisvæða fyrir Suðurlandi

6.     Reglugerð nr. 1066/2013 um dragnótaveiðar í Faxaflóa.

Með þessari útgáfu eiga dragnótaleyfishafar á ákveðnum svæðum að hafa allar upplýsingar um veiðibönn o. þ. h. á sínu svæði í einni reglugerð. Með útgáfu þessari er vonast til að þetta verði leyfishöfum til bóta og að aðgengi upplýsinga um tímabil og svæði séu skýrari og einfaldari.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum