Hoppa yfir valmynd
2. desember 2013 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Skýrsla til Alþingis um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur lagt fram skýrslu til Alþingis um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum skólaárin 2007-2008, 2008-2009 og 2009-2010.

Skyrsla-til-Althingis-um-fra

Mennta- og menningarmálaráðherra lagði fyrir ríkisstjórn skýrslu til Alþingis um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum og hefur henni verið dreift á Alþingi.

Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008 er ákvæði þess efnis að mennta- og menningarmálaráðherra

skuli á þriggja ára fresti gera Alþingi grein fyrir framkvæmd skólahalds í grunnskólum. Fyrirliggjandi skýrsla tekur til skólaáranna 2007-2008, 2008-2009 og 2009-2010. Fyrsta skólaárið, sem fjallað er um í skýrslunni, er því fyrir gildistöku laga um grunnskóla nr. 91/2008 sem tóku gildi 1. júlí það ár. Skýrslan er sú fimmta sem ráðherra leggur fram á Alþingi um skólahald í grunnskólum. 

Skýrslan byggist aðallega á upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Hagstofu Íslands, Námsgagnastofnun, Námsmatsstofnun og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Í tengslum við bæði lögbundið eftirlit ráðuneytisins með grunnskólastarfi og innleiðingu nýrra laga um grunnskóla fól ráðuneytið Félagsvísindastofnun að afla upplýsinga um starfsemi grunnskóla með því að senda spurningalista til allra sveitarfélaga og allra grunnskóla landsins skólaárið 2009-2010. Markmiðið var að meta stöðu innleiðingar nýrra laga um grunnskóla meðal sveitarfélaga auk þess sem upplýsingarnar voru notaðar í tengslum við lögbundið eftirlit ráðuneytisins með skólastarfi. Lögð var rík áhersla á að fá svör frá öllum sveitarfélögum en þrjú sveitarfélög svöruðu ekki þrátt fyrir fjölmargar ítrekanir. Í framhaldi af því voru gefnar út skýrslur með samantekt á annars vegar svörum sveitarstjóranna og hins vegar svörum skólastjóra grunnskóla. Í þessari skýrslu er m.a. stuðst við upplýsingar sem fram komu í þessum athugunum.

Í skýrslunni eru að finna margvíslegar upplýsingar um grunnskólastarf, s.s. um nemendur, fjölda og stærð skóla, um starfsfólk, menntun þess og aldur, inntak náms, námsgögn, úttektir á ýmsum þáttum skólastarfs, árangur á samræmdum könnunarprófum, niðurstöður úr alþjóðlegu rannsóknunum PISA og TALIS, útgjöld til grunnskóla og um ýmis verkefni sem hafa verið unnin til að þróa skólastarfið. Rétt er að taka fram að skýrslan fjallar ekki ítarlega um rekstur grunnskóla enda bera sveitarfélög ábyrgð á rekstri og framkvæmd skólastarfs. Samband íslenskra sveitarfélaga gefur árlega út greinargott yfirlit yfir rekstur grunnskóla í skólaskýrslu sinni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira