Hoppa yfir valmynd
3. desember 2013 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Alþjóðadagur fatlaðra

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra afhenti „Múrbrjóta“ Landssamtaka Þroskahjálpar á Alþjóðadegi fatlaðra

Murbrjoturinn-Landssamband-throskaheftra
Murbrjoturinn-Landssamband-throskaheftra-009

Alþjóðadagur fatlaðra var fyrst haldinn fyrir tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna árið 1992 í kjölfar alþjóðaárs fatlaðra 1981 og  áratugs fatlaðs fólks 1981 – 1991. Þroskahjálp hefur haldið upp á daginn síðan 1993 og honum því fagnað nú í 20. sinn.  Á árunum 1993 – 1998 voru á þessum degi veittar  viðurkenningar til fyrirtækja sem þóttu hafa staðið sig vel gagnvart fötluðu fólki en frá árinu 1999 hefur Múrbrjóturinn verið afhentur  á þessum degi til aðila sem þykja  hafa sýnt frumkvæði og ýtt undir nýsköpun í þátttöku  fatlaðs fólks  í samfélaginu og þannig sýnt samfélagslega ábyrgð .

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra afhenti þremur aðilum, sem Landssamtökin völdu, Múrbrjótinn og heyra öll þau verkefni, sem hljóta viðurkenninguna í ár, á einhvern hátt undir málefni mennta- og menningarmálaráðuneytis.

Múrbrjótshafar árið 2013 eru þessir:

Hestamannafélagið Hörður, fyrir frumkvöðlastarf í hestaíþróttum fatlaðra barna og ungmenna.

Gæsar hópurinn, fyrir nýsköpun í atvinnumálumfatlaðs fólks.

Jarþrúður Þórhallsdóttir, fyrir að hafa með bók sinni Önnur skynjun- ólík veröld aukið skilning  á einhverfu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira