Hoppa yfir valmynd
4. desember 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Morgunverðarfundur um þróunarsjóð innflytjendamála 10. des.

Á námskeiði
Á námskeiði

Innflytjendaráð boðar til morgunverðarfundar um þróunarsjóð innflytjendamála í Iðnó, 10. desember kl. 8.30 - 9.30.

Sjóðurinn hefur verið starfræktur frá árinu 2007 og hafa um 100 verkefni og rannsóknir fengið styrk á þeim tíma. Lögð hefur verið áhersla á að styrkja fjölbreytt verkefni og má þar nefna að leikrit, útvarpsþætti, fræðslu gegn fordómum, vinnumarkaðsúrræði og rannsóknir. Á fundinum verða kynnt nokkur verkefni sem fengið hafa styrk úr sjóðnum og tilkynnt verður hverjar áherslur sjóðsins verða í ár.

Fundarstjóri er Sigurjón Norberg Kjærnested, formaður innflytjendaráðs.

Dagskrá:

kl. 8:15-8:30 Morgunverður
kl. 8:35-8:45 Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, setur fundinn og greinir frá áherslum þróunarsjóðs innflytjendamála í ár.
kl. 8:45-9:00 Eru allir öðruvísi? Jóhann Björnsson, kennari.
kl. 9:00-9:15    Stuðningur við foreldra sem eru innflytjendur, Sigríður Herdís Pálsdóttir, verkefnastjóri Rauða Krossins á Íslandi og móttökufulltrúi nýrra íbúa í Fjarðabyggð.
kl. 9:15-9:30    Taktu þátt +30, Sabine Leskopf, WOMEN, Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.

Að loknu erindi hvers og eins gefst fundargestum færi á að bera fram fyrirspurnir til fyrirlesara.

Morgunverður er í boði frá kl. 8.15.

Fundurinn er opinn öllum og aðgangur ókeypis.

Nánari upplýsingar um sjóðinn og þau verkefni sem fengið hafa styrki úr honum eru aðgengilegar hér á vef velferðarráðuneytisins.

Tilkynnið þátttöku með því að senda póst á netfangið [email protected]

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum