Hoppa yfir valmynd
6. desember 2013 Dómsmálaráðuneytið

Frumvarp um frestun nauðungarsölu samþykkt í ríkisstjórn

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að vísa til Alþingis frumvarpi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um breytingu á lögum um nauðungarsölu. Frumvarpið er liður í þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin kynnti um nýliðna helgi vegna skuldavanda heimilanna.

Gert er ráð fyrir að tillögurnar verði komnar til framkvæmda um mitt árið 2014. Því hefur innanríkisráðherra lagt fram frumvarp sem felur í sér að nauðungarsölum verði frestað fram yfir mitt næsta ár. Þannig gefst almenningi kostur á að meta þau áhrif sem aðgerðirnar hafa á skuldastöðu viðkomandi og eftir þörfum óskað eftir því að nauðungarsöluaðgerðum verði frestað fram yfir 1. júlí 2014.

Rétt er að taka fram að frumvarpið felur ekki í sér sjálfvirka frestun á nauðungarsölu heldur þarf gerðarþoli að óska eftir slíkri frestun.

Stefnt er að því að leggja frumvarpið fram á Alþingi á næstu dögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum