Hoppa yfir valmynd
6. desember 2013 Heilbrigðisráðuneytið

Sjúkrahúsin fái stóraukið fé til tækjakaupa

Sneiðmyndataka
Sneiðmyndataka

Framlög til tækjakaupa á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri verða rúmlega 1500 milljónir króna árið 2014 miðað við tillögu heilbrigðisráðherra um tækja- og búnaðarkaup sem kynnt hefur verið ríkisstjórn og lögð var fyrir fjárlaganefnd síðdegis í gær.

Í samræmi við áherslur ríkisstjórnar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks um viðhald og endurbætur húsa- og tækjakosts í heilbrigðisþjónustunni var í frumvarpi til fjárlaga 2014 tilgreint að lögð yrði fram áætlun um þörf Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri fyrir tækja- og búnaðarkaup til lengri tíma. Þetta endurmat hefur nú verið unnið á grundvelli gagna sem Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri sendu velferðarráðuneytinu. Er þar um að ræða lista yfir mikilvægan tækjabúnað sem brýnt er að leggja í fjármuni til að viðhalda óbreyttri þjónustu hjá sjúkrahúsunum.

Á liðnum árum hafa sjúkrahúsin tvö fengið mun minna fé til viðhalds og endurnýjunar tækja en þörf krefur þannig að vandinn hefur vaxið og fjárþörfin aukist ár frá ári. Í þeirri áætlun til úrbóta sem hér er kynnt hefur verið höfð hliðsjón af viðmiðum hjá nágrannaþjóðum þar sem gert er ráð fyrir að fé til tækjakaupa nemi ekki minna en 1,8% af veltu sjúkrahúsa til að tryggja nauðsynlegt viðhald og endurnýjun.  Gert er ráð fyrir að vinna á uppsafnaðri fjárþörf sjúkrahúsanna tveggja vegna tækjamála á árunum 2014 – 2017. Frá og með árinu 2018 þegar jafnvægi er náð miðist fjárframlög hvers árs við 1,8% af veltu sjúkrahúsanna.

Áætlunin, fjárhæðir í milljónum króna08-373-601
Landspítali
08-358-601
Sjúkrahúsið á Akureyri
Ár: Tillaga árs Fjárlög árs Tillaga árs Fjárlög árs
2. umræða 2014 1000,0 1.262,0 200,0 273,0
Áætlun 2015 183,6 1.445,6 -83,1 189,9
Áætlun 2016 -414,1 1.031,5 -27,2 162,7
Áætlun 2017 10,0 1.041,5 -5,1 157,6
Áætlun 2018 -255,5 786,0 -58,2 99,4
Samtals 524,0 5.566,6 26,4 882,7

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum