Hoppa yfir valmynd
9. desember 2013 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Nýr vefur um norrænt tengslanet um nám fullorðinna

Markmiðið er að verða fyrsta val við vefleit allra á Norðurlöndunum sem vilja fylgjast með þróun fullorðinsfræðslu.

Nýr vefur um norrænt tengslanet um nám fullorðinna
Nýr vefur um norrænt tengslanet um nám fullorðinna

Norræna ráðherranefndin kom Norræna tengslanetinu um nám fullorðinna (NVL) á fót 2005. Markmið starfseminnar er að skapa vettvang fyrir mismunandi verkefni og starfsemi, og tengja stefnu og starfendur á sviði fullorðinsfræðslu á Norðurlöndunum. NVL ber að hvetja til samræðna og nýsköpunar og stuðla að auknu samstarfi og afskipti af fullorðinsfræðslu. Norræna ráðherranefndin hefur falið Vox (Landsskrifstofu um færniþróun í Noregi) að vista alskrifstofu NVL á tímabilinu 2013-2016.

Fyrir skömmu var opnaður nýr vefur NVL og markmiðið er að vefurinn verði fyrsta val við vefleit allra á Norðurlöndunum sem vilja fylgjast með þróun fullorðinsfræðslu. Á vefnum www.nordvux.net verður nútímaleg og notendavæn kynning á nýjum skýrslum, fréttum, vísindarannsóknum, greinum, námskeiðum og ráðstefnum á breiðu sviði fullorðinsfræðslu. „Þar verður hægt að fylgjast með því sem efst er á baugi á Norðurlöndunum og einnig í annars staðar í Evrópu. Við viljum veita innblástur með dæmum og erindum frá sérfræðingum á sviðinu. Vinnulag okkar er þverfaglegt og við fögnum nýjum þátttakendum og samstarfsaðilum, við viljum að vefurinn endurspegli það“ segir framkvæmdastjórinn Antra Carlsen. 

  • Nánari upplýsingar fást hjá framkvæmdastjóranum í síma: +45 60133750 eða með tölvupósti á [email protected]

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira