Hoppa yfir valmynd
13. desember 2013 Matvælaráðuneytið

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna viðurkennir mikilvægi starfs Sjávarútvegsskóla Háskóla SÞ á Íslandi

Sjávarutvegsskóli Háskóla SÞ
Sjávarutvegsskóli Háskóla SÞ

Á fundi allsherjarþings Sameinuðu Þjóðanna í New York 9. desember 2013, var samþykkt regluleg ályktun um sjálfbærar fiskveiðar (fiskveiðiályktun allsherjarþingsins). Í ályktuninni, sem er ávöxtur samningaviðræðna milli ríkja á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, var að þessu sinni viðurkennt sérstaklega framlag Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi við að byggja upp sjávarútveg í þróunarríkjum.
Í ályktuninni segir að allsherjarþingið meti mikils 15 ára starf skólans við að byggja upp þekkingu, færni og verkkunnáttu í þróunarríkjunum, en alls  hafi 280 nemendur frá 47 löndum útskrifast frá skólanum. Að auki hafi skólinn staðið fyrir 36 styttri námskeiðum í 12 löndum.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið fagnar því að starf Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna sé viðurkennt með þessum hætti - og óskar um leið skólanum til hamingju!

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum