Hoppa yfir valmynd
17. desember 2013 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Reglugerð vegna starfsemi sem undanskilin er ETS kerfinu

Himinn
Himinn

Reglugerð um vöktun og skýrslugjöf starfsstöðva sem hafa verið undanskildar gildissviði viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir hefur tekið gildi.

Um er að ræða reglur sem taka til rekstraraðila með litla árlega losun gróðurhúsalofttegunda og hafa verið undanskildir gildissviði viðskiptakerfisins þess vegna. Reglugerðin kveður á um einfaldari kröfur um vöktun og skýrsluskil en gerðar eru í viðskiptakerfinu, í þeim tilgangi að minnka stjórnsýslubyrði þessara fyritækja. Á sama tíma tryggir reglugerðin að nægjanlegra upplýsinga sé aflað til þess að hægt sé meta hvort viðkomandi starfsstöð uppfylli skilyrði þess að vera undanskilin viðskiptakerfinu og til að ákvarða losunargjald hennar.

Í reglugerðinni er fjallað um kröfur um vöktun og skýrslugerð vegna losunar gróðurhúsalofttegunda, en rekstraraðilar starfsstöðva sem undanskildar eru ETS viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir skulu árlega skila skýrslu til Umhverfisstofnunar þar sem sýnt er fram á að skilyrði til undanþágu frá kerfinu séu uppfyllt. Er í reglugerðinni m.a. fjallað um form og efni skýrslunnar með það að markmiði, eins og að framan segir, að einfalda skýrslugerðina, fyrir þessa aðila.

Starfsstöðvarnar sem reglugerðin nær til eru Steinull hf., HB Grandi á Akranesi, Ísfélag Vestmannaeyja í Vestmannaeyjum og Ísfélag Vestmannaeyja á Þórshöfn.

Reglugerð nr. 1060/2013 um vöktun og skýrslugjöf starfsstöðva sem hafa verið undanskildar gildissviði viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira