Hoppa yfir valmynd
18. desember 2013 Heilbrigðisráðuneytið

Sameiningu heilbrigðisstofnana frestað fram á haust

Rannsókn á heilbrigðissviði
Rannsókn á heilbrigðissviði

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fresta fram á haust setningu reglugerðar sem taka átti gildi 1. janúar 2014 um sameiningu heilbrigðisstofnana á Vestfjörðum, Norðurlandi og Suðurlandi: „Með því skapast aukið svigrúm fyrir meira samráð milli ráðuneytis annars vegar og sveitarstjórna og heilbrigðisstarfsfólks hins vegar, um stefnuna í samþættingu heilbrigðisstofnana“ sagði ráðherra þegar hann greindi frá ákvörðun sinni á Alþingi í dag.

Í lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 er kveðið á um að landinu sé skipt í heilbrigðisumdæmi og er heilbrigðisstofnunum í hverju umdæmi gert skylt að hafa með sér samstarf um skipulag þjónustunnar innan viðkomandi svæðis. Sameining heilbrigðisstofnana í fjórum umdæmum af sjö náð hefur náð fram að ganga og skilað góðum árangri. Sameining á Vestfjörðum, Norðurlandi og Suðurlandi hefur ekki orðið að veruleika af ýmsum ástæðum.

Heilbrigðisráðherra hefur að undanförnu átt fundi um með sveitarstjórnarmönnum og starfsfólki heilbrigðisstofnana þar sem sameiningarmálin hafa verið rædd. Í ljósi umræðna á þeim fundum þar sem heimamenn hafa lýst ákveðnum áhyggjum af framvindunni segir hann rétt að fresta gildistöku reglugerðar um sameininguna og skapa þannig aukið svigrúm fyrir meira samráð ráðuneytisins annars vegar og sveitarstjórnar og heilbrigðisstarfsfólks hins vegar um markmið og stefnu sameiningar stofnana í hverju umdæmi: „Verkefnið er skýrt: Að tryggja hagsmuni einstakra byggðalaga, auka öryggi íbúanna með góðri heilbrigðisþjónustu og nýta fjármuni betur“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og leggur jafnframt áherslu á að með sameiningu mun ákvarðanataka færast í auknum mæli til heimamanna.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira