Þróunarsjóður ferðamála úthlutar 33,5 milljónum króna til verkefna í ferðaþjónustu
Nítján verkefni fengu í gær úthlutað samtals 33,5 milljónum króna úr Þróunarsjóði ferðamála. Að honum standa Landsbankinn og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Sjóðurinn var stofnaður í tengslum við verkefnið Ísland allt árið og markmiðið með starfrækslu hans er að efla starfsemi fyrirtækja í ferðaþjónustu utan háannatíma og auka arðsemi þeirra. Þetta er í þriðja sinn sem úthlutað er úr sjóðnum og barst honum 61 umsókn að þessu sinni.
Þróunarsjóðnum er ætlað að styðja við samstarfsverkefni fyrirtækja á tilteknum svæðum eða afbragðsverkefni stakra fyrirtækja undir sömu formerkjum. Hvatt er til samstarfs skapandi greina við fyrirtæki í ferðaþjónustu. Sjóðurinn styrkir einkum verkefnisstjórn, greiningarvinnu, undirbúning verkefna, kaup á ráðgjöf og þróun hugmynda en einnig önnur verkefni sem stuðlað geta að lengingu ferðamannatímans. Styrkir sjóðsins geta að hámarki numið 50% af heildarkostnaði verkefnis.
Í dómnefnd sátu þau Finnur Sveinsson, Davíð Björnsson og Guðný Erla Guðnadóttir frá Landsbankanum, Ólöf Ýrr Atladóttir, Ferðamálastofu, Berglind Hallgrímsdóttir Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Ásborg Arnþórsdóttir tilnefnd af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Formaður dómnefndar var Finnur Sveinsson, sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá Landsbankanum.
Yfirlestur og mat umsókna önnuðust verkefnisstjórar frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Ferðamálastofu. Eftirfylgni og afgreiðsla styrkja verður í höndum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
Eftirtaldir hlutu styrki úr Þróunarsjóði ferðamála að þessu sinni:

Þróunarsjóðnum er ætlað að styðja við samstarfsverkefni fyrirtækja á tilteknum svæðum eða afbragðsverkefni stakra fyrirtækja undir sömu formerkjum. Hvatt er til samstarfs skapandi greina við fyrirtæki í ferðaþjónustu. Sjóðurinn styrkir einkum verkefnisstjórn, greiningarvinnu, undirbúning verkefna, kaup á ráðgjöf og þróun hugmynda en einnig önnur verkefni sem stuðlað geta að lengingu ferðamannatímans. Styrkir sjóðsins geta að hámarki numið 50% af heildarkostnaði verkefnis.
Í dómnefnd sátu þau Finnur Sveinsson, Davíð Björnsson og Guðný Erla Guðnadóttir frá Landsbankanum, Ólöf Ýrr Atladóttir, Ferðamálastofu, Berglind Hallgrímsdóttir Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Ásborg Arnþórsdóttir tilnefnd af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Formaður dómnefndar var Finnur Sveinsson, sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá Landsbankanum.
Yfirlestur og mat umsókna önnuðust verkefnisstjórar frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Ferðamálastofu. Eftirfylgni og afgreiðsla styrkja verður í höndum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
Eftirtaldir hlutu styrki úr Þróunarsjóði ferðamála að þessu sinni:
Verkefnið snýst um markaðssetningu á vönduðum ferðum sem byggja á sérstöðu landshlutans og miða að því að ná ferðamönnum til lengri dvalar á Austurlandi yfir veturinn.
Ferðaklasinn ÆSA – Vetrarupplifun á Austurlandi – 4 m.kr.
Hestasport – Ævintýraferðir - Í ríki hestsins í Skagafirði - 3.000.000 kr.
Markmiðið er að efla vetrarhestaferðamennsku í Skagafirði. Undir leiðsögn reyndra reiðkennara fá þátttakendur tækifæri til að reyna allar gangtegundir á framúrskarandi hestum á „heimavelli“ yfir vetrartímann.
Ferðir allt árið fyrir erlenda ferðamenn um Ísland, með áherslu á svæði sem nær yfir Húnavatnssýslur og Skagafjörð. Saga, menning og matur úr héraði leikur stórt hlutverk í einstakri náttúruupplifun.
I5 - Into the North - 2,8 m.kr.
Okkar konur í Kína - Sterkari saman - Allt árið - 2.700.000 kr.
Markaðssókn á Asíumarkað með megináherslu á Kína. Unnið að fjölgun verðmætra ferðamanna, sem leggja upp úr sérstakri upplifun og lengri dvöl en almennt tíðkast.
Markaðssetning smalamennsku og hreindýraskoðunar, veiða á ref og mink, og selaskoðunar á bátum í umhverfi myrkurs og norðurljósa.
Djúpavogshreppur – Haustafþreying í Djúpavogshreppi – 2,4 m.kr.
Wildfjords Trail er stígur í villtri náttúru Íslands á milli Ísafjarðar og Látrabjargs. Með því að fara hann mun fólki gefast kostur á að upplifa einstaka náttúru svæðisins.
Henry Fletcher – Wildfjords Trail – 2,4 m.kr.
Skrifstofa ferða- og menningarmála – Aldamótabærinn Seyðisfjörður-Skapandi allt árið – 2.150.000 kr.
Klasasamstarf skapandi greina og ferðaþjónustu á Seyðisfirði. Markmiðið er að markaðssetja, og þróa afþreyingu fyrir ferða¬menn til að lengja ferðamannatímann.
Ætlunin er að gefa út yfirlit um íslenska torfbæjararfinn í ljósi vistvænnar byggingarlistar. Íslenski bærinn mun samsanstanda af heilstæðu húsaþorpi og gert er ráð fyrir að fjöldi gesta sæki það heim á næstu árum.
Íslenski bærinn - Íslenski bærinn - 2 m.kr.
Skipulagning og markaðssetning vikunámskeiða í sjálfseflingu sem fram fara að vetrarlagi á Þingeyri og ætluð er þýskumælandi konum.
Helga Hausner – Die Islandfrauen – 1,8 m.kr.
Verkefnið snýst um að þróa náttúrutengda upplifun fyrir menntaskólahópa í Skaftárhreppi innan Kötlu jarðvangs þar sem aðaluppsprettan er íslenskur mosi.
Friður og frumkraftar – Náttúrutengd upplifun fyrir menntaskólahópa – 1,5 m.kr.
Hugmyndin felst í því að opna orgelsmiðjuna fyrir almenningi. Sett verður upp fræðslusýning um starfsemina. Einnig verða hljóðfæri til sýnis og aðstaða útbúin fyrir tónleikahald.
Björgvin Tómasson sf. – Orgelsmiðja – 1,5 m.kr.
Farþegar ferðast í gömlum menningarvagni um listaheim og menningarlíf Reykjavíkurborgar. Þátttakendur kynnast listafólki og öðrum sem á veginum verða, á fræðandi og óvæntan hátt.
Rútópía fyrir ferðamenn – Rútópía, ferð um mannlíf og menningu Reykjavíkurborgar – 1,1 m.kr.
Veiði- og útivistarveislan dregur fram styrkleika Fljótsdalshéraðs þegar kemur að veiði og útivist og stuðlar að því að lengja ferðamanntímabilið inn í veturinn.
Austurför ehf. – Veiði- og útivistarveisla á Fljótsdalshéraði – 1 m.kr.
Ætlunin er að mynda hóp samstarfsaðila sem tengjast bókum, menningu og ferðaþjónustu á Suðurlandi.
Undirbúningsfélag um bókabæ á Suðurlandi – Bókabærinn austanfjalls – 1 m.kr.
Verkefnið miðar að því að virkja þann fjársjóð sem felst í sérstöðu Vesturlands í náttúru, alþýðumenningu og ekki síst sögulegri arfleifð með áherslu á Borgarfjörð.
Sigrún Birna Einarsdóttir – Upplifun á söguslóð – 1 m.kr.
Markmiðið er að skapa sameiginlegan vettvang og opinberan móttökustað fyrir ferðamenn sem heimsækja Þingeyri.
Sjálfseignarstofnun Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar – Þingeyri áningastaður Vestfjarða, allt árið – 1 m.kr.
Skipulagðar ferðir um Akranes og nærsveitir fyrir erlenda ferðamenn til að kynna atvinnuhætti og menningu heimamanna með áherslu á matarmenningu.
Skagaferðir ehf. – TasteIceland - 1 m.kr.
Ætlunin er að bjóða heyrnarlausum erlendum ferðamönnum með því að aka þeim um Ísland og veita leiðsögn á táknmáli.
Ferðaþjónustan Döff – Ferðaþjónustan Döff – 0,6 m.kr.
Markmiðið er að skipuleggja sælkeraferðir til Íslands og laða að ferðamenn frá Bandaríkjunum og Kanada á haustin með áherslu á góðan íslenskan mat.
Tasting Iceland – Tasting Iceland – 0,6 m.kr.
