Hoppa yfir valmynd
20. desember 2013 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

KreaNord auglýsir styrki við skapandi greinar

KreaNord
KreaNord

KreaNord styrkurinn hefur það að markmiði að styðja við þróun menningar og skapandi atvinnugreina á Norðurlöndunum og er þetta annað árið í röð sem styrkurinn er veittur. Styrkir eru veittir til að auka samkeppnishæfni norrænna verkefna innan skapandi greina á alþjóðlegum vettvangi og veita ný viðskiptatækifæri fyrir skapandi atvinnugreinar á Norðurlöndum. 


Skilgreining KreaNord á skapandi atvinnugreinum
Að þessu sinni er einnig mögulegt fyrir matvælaframleiðslu að sækja um KreaNord styrkinn. Samkvæmt KreaNord styrktaráætluninni er eftirfarandi skilgreint sem skapandi atvinnugreinar: Arkitektúr, bókmenntir, kvikmyndir, listastarfsemi, menningarstofnanir, lista- og menningartengdar hátíðir, matur, tíska, tónlist, útvarp, sjónvarp, listasýningar, tölvuleikir og stafræn miðlun (new media). Tölvuleikja- kvikmynda- og sjónvarpsframleiðsla er þó ekki styrkhæf nema sem viðauki við verkefni annarra undirgreina skapandi greina. Einnig eru önnur viðmið sem umsækjendur ættu að kynna sér vel.

Áhersla á samvinnu og þróun á alþjóðamarkaði
Það er talið verkefnum til framdráttar ef þau fela í sér nokkrar mismunandi undirgreinar skapandi atvinnugreina og ætti áhersla að vera á samvinnu og þróun á alþjóðamarkaði.  Krafa er gerð um norrænt samstarf og verða að minnsta kosti tvö af þremur löndum sem koma að verkefninu að teljast til Norðurlanda (Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur eða Svíþjóð) eða Færeyjar, Grænland eða Álandseyjar.

Hámarks verktími er tvö ár og hvert verkefni getur fengið allt að 134 þúsund evrur eftir umfangi verkefnisins.  
Umsóknarfrestur til 20. janúar 2014.

Frekari upplýsingar varðandi styrkinn og umsóknarviðmið ásamt rafrænu umsóknareyðublaði má finna hér.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands er tengiliður KreaNord á Íslandi og gefur Sigþrúður Guðnadóttir nánari upplýsingar [email protected]

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira