Dómsmálaráðuneytið

Samið við Reykjavíkurborg um þjónustu við hælisleitendur

Útlendingastofnun hefur fyrir hönd innanríkisráðuneytisins samið við Reykjavíkurborg um þjónustu við hælisleitendur og tekur samningurinn gildi í janúar næstkomandi. Samningurinn er liður í hlutverki stjórnvalda í að tryggja þjónustu við hælisleitendur á meðan mál þeirra eru til meðferðar hjá íslenskum stjórnvöldum.

Samningurinn við Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir að borgin taki að sér þjónustu við allt að 50 hælisleitendur, 18 ára og eldri. Í viðauka með samningnum er tilgreint í hverju þjónustan skal fólgin svo sem í húsnæði, framfærslu, heilbrigðisþjónustu, túlkaþjónustu, ráðgjöf og tómstundum.

Samningurinn við Reykjavíkurborg er hliðstæður samningi sem er í gildi við Reykjanesbæ. Á myndinni má sjá hvar Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, og Jón Gnarr borgarstjóri handsala samninginn að lokinni undirritun.

Forstjóri Útlendingastofnunar og borgarstjóri undirrituðu samninginn.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn