Hoppa yfir valmynd
23. desember 2013 Utanríkisráðuneytið

Þórir gerir úttekt á þróunarsamvinnu

Utanríkisráðherra hefur falið Þóri Guðmundssyni að gera úttekt á skipulagi og fyrirkomulagi þróunarsamvinnu, friðargæslu og mannúðar- og neyðaraðstoð með það að markmiði að efla árangur og skilvirkni í málaflokknum. Áætlað er að Þórir hefji verkið í janúar nk. og ljúki því fyrir mitt næsta ár.

Þórir er með MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá Boston University og BS gráðu í fjölmiðlafræði frá University of Kansas í Bandaríkjunum. Hann hefur starfað sem fréttamaður, með alþjóðamál sem sérsvið, en undanfarið stýrt alþjóðlegu hjálparstarfi Rauða krossins á Íslandi. Hann hefur einnig að baki starf á vegum Alþjóða Rauða krossins í fyrrum Sovétríkjunum og Asíu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira