Tvísköttunarsamningur við Bretland

Undirritaður hefur verið nýr samningur milli Íslands og Bretland til að komast hjá tvísköttun á tekjur og söluhagnað. Af hálfu Íslands undirritaði Benedikt Jónsson sendiherra samninginn en fyrir hönd Bretlands David Gauke, vararáðherra hjá breska fjármálaráðuneytinu.
Í nýjum samningi felst fyrst og fremst aðlögun að gildandi stefnu ríkjanna í tvísköttunarmálum og þeim breytingum sem orðið hafa á tvísköttunarfyrirmynd OECD frá því að núgildandi samningur var undirritaður 1991.
Nokkrar meginbreytingar er að finna í nýja samningnum. Í fyrsta lagi er tekinn upp afdráttarskattur á tilteknar tegundir þóknana sem ekki er að finna i eldri samningi. Í öðru lagi eru með samningnum tekin af öll tvímæli um að lífeyrissjóðir njóti ívilnana nýja samningsins. Í þriðja lagi var sett inn ákvæði sem heimilar skattlagningu eftirlauna í greiðsluríki.
Á næstu mánuðum munu stjórnvöld vinna að fullgildingu samningsins í báðum samningsríkjum. Vonast er til að samningurinn geti komið til framkvæmda 1. janúar 2015.
Nýr samningur milli Íslands og Bretlands til að komast hjá tvísköttun á tekjur og söluhagnað