Hoppa yfir valmynd
27. desember 2013 Félagsmálaráðuneytið

RÚV hlaut hvatningarverðlaunin Kyndilinn

Bjarni Guðmundsson tekur við Kyndlinum úr hendi Eyglóar Harðardóttur
Bjarni Guðmundsson tekur við Kyndlinum úr hendi Eyglóar Harðardóttur

Hvatningarverðlaunin Kyndillinn voru veitt á Vetrarhæfileikunum 2013 sem haldnir voru í Borgarleikhúsinu í dag. Kyndillinn féll í skaut RÚV fyrir vandaða umfjöllun sjónvarpsins um málefni fatlaðs fólks og sýnileika fatlaðs fólks í dagskrárgerð.

Hvatningarverðlaunin eru veitt í samræmi við framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014. Markmið þeirra er að auka sýnileika fatlaðs fólks í fjölmiðlum og fá fram faglega og upplýsandi umfjöllun um stöðu og réttindi fatlaðs fólks í samfélaginu.

Niðurstaða dómnefndar á vegum Réttindavaktarinnar var að veita RÚV verðlaunin vegna sjónvarpsþáttanna „Með okkar augum“ og fyrir vandaða umfjöllun um íþróttir fatlaðs fólks.

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, afhenti Bjarna Guðmundssyni framkvæmdastjóra RÚV Kyndilinn á vetrarhæfileikunum í dag með ósk um að hann yrði hvatning til þess að áfram yrði haldið á sömu braut og jafnframt að aðrir fjölmiðlar létu ekki sitt eftir liggja.

Hönnuður Kyndilsins er listakonan Margrét Guðnadóttir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira