Útborgun eingreiðslu
Eingreiðsla að upphæð kr. 38.000 kemur almennt til útborgunar þann 1. febrúar næstkomandi.
Með samkomulagi fjármála- og efnahagsráðherra við stéttarfélög og bandalög þeirra í febrúar síðastliðnum voru gerðar nokkrar breytingar á kjarasamningum svo sem stytting á gildistíma samninganna.
Einnig var þá samið um að færa fyrirhugaða eingreiðslu til 1. janúar en fyrirhugað var að hún yrði 1. mars.
Vegna skattalegra vandkvæða féllust öll félög og bandalög á að 1. febrúar væri heppilegri dagsetning til útborgunar eingreiðslunnar. Það er þó að undanteknum félögum lækna; Læknafélagi Íslands og Skurðlæknafélagi Íslands.
Niðurstaða var að greiða öllum starfsmönnum ríkisins, að undanskildum læknum, 38.000 kr. eingreiðslu, samkvæmt kjarasamningum, þann 1. febrúar næstkomandi með almennum launum.