Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Útborgun eingreiðslu

Eingreiðsla að upphæð kr. 38.000 kemur almennt til útborgunar þann 1. febrúar næstkomandi.
 
Með samkomulagi fjármála- og efnahagsráðherra við stéttarfélög og bandalög þeirra í febrúar síðastliðnum voru gerðar nokkrar breytingar á kjarasamningum svo sem stytting á gildistíma samninganna.

Einnig var þá samið um að færa fyrirhugaða eingreiðslu til 1. janúar en fyrirhugað var að hún yrði 1. mars.

Vegna skattalegra vandkvæða féllust öll félög og bandalög á að 1. febrúar væri heppilegri dagsetning til útborgunar eingreiðslunnar. Það er þó að undanteknum félögum lækna; Læknafélagi Íslands og Skurðlæknafélagi Íslands.

Niðurstaða var að greiða öllum starfsmönnum ríkisins, að undanskildum læknum, 38.000 kr. eingreiðslu, samkvæmt kjarasamningum, þann 1. febrúar næstkomandi með almennum launum.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn