Ár tækifæranna
Ár tækifæranna
Um áramót er alltaf hollt að líta yfir farinn veg um leið og framtíðarverkefnin eru kortlögð. Árið 2013 hefur sannarlega verið viðburðaríkt fyrir okkur sem störfum á vettvangi stjórnmálanna og verkefnalistinn fyrir komandi ár er langur og fjölbreyttur. Á þeim mánuðum sem liðnir eru frá því að ný ríkisstjórn tók við hefur fjölmörgum verkefnum verið hleypt af stokkunum og undirbúningur hafinn að breytingum á ýmsum sviðum. Stærstu mál ársins eru án efa afgreiðsla hallalausra fjárlaga þar sem forgangsraðað var í þágu grunnþjónustunnar og velferðarmála. Snúið var af braut skattahækkana fyrri ríkisstjórnar og mikilvæg upphafsskref stigin í lækkun skatta á almenning í landinu. Til viðbótar ber auðvitað að nefna þær viðamiklu tillögur sem
Í þeim málaflokkum sem ég sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra ber ábyrgð á hefur ýmislegt verið að gerast. Þeir málaflokkar snúa að málefnum iðnaðar í landinu, orkumálum, nýsköpun, ferðamálum, umhverfi erlendra fjárfestinga og ívilnana, verslunar og þjónustu, samkeppnismála og starfsumhverfi viðskiptalífsins almennt.
Frá fyrsta degi höfum við unnið að einföldun regluverks atvinnulífsins og munum halda því áfram á næstu mánuðum. Hér þarf ýmislegt að laga, þó
Unnið hefur verið að gerð fjárfestingasamninga sem í framtíðinni geta skapað mörg hundruð störf hér á landi auk mikilvægra gjaldeyristekna. Einn samningur hefur verið undirritaður og fleiri eru í burðarliðnum. Lög
Á síðustu mánuðum hefur verið unnið að undirbúningi náttúrupassa eða ferðakorts sem ætlunin er að lögleiða á árinu 2014. Leitast hefur verið við að hafa góða samvinnu við aðila úr greininni og aðra hagsmunaaðila og miðar vinnunni vel áfram. Ört vaxandi fjölda ferðamanna fylgja miklar tekjur

Það hefur verið virkilega ánægjulegt að fylgjast með gróskunni í íslenskri nýsköpun og þar felast gríðarlegri vaxtarmöguleikar. Þar horfi ég á bjarta tíma framundan. Einnig má nefna að ný hönnunarstefna er nú á
Þriðja olíuleitarleyfið var gefið út í haust á Drekasvæðinu og vonandi styttist í að starfsemi hefjist á svæðinu með góðum árangri því olíuvinnsla væri sannarlega jákvæð viðbót við auðlindanýtingu Íslendinga.
Þessi upptalning er hvergi nærri tæmandi og fjölmörg önnur verkefni bíða úrlausnar. Ég finn almennt fyrir bjartsýni í íslensku atvinnulífi. Á síðustu mánuðum hafa fjölmargir aðilar komið til fundar við mig til að ræða
Hér hefur orðið stefnubreyting með nýrri ríkisstjórn, jákvæð stefnubreyting gagnvart atvinnuuppbyggingu í landinu. Hér hefur tekið við ríkisstjórn sem vill skapa starfsumhverfi sem ýtir undir fjárfestingu og vöxt í atvinnulífinu. Ríkisstjórn sem lítur svo á að skattahækkanir og auknar álögur dragi úr vaxtarmöguleikum en ekki öfugt og ríkisstjórn sem vill frelsi fremur en bönn. Hér er komin ríkisstjórn sem sér framundan ærin verkefni til
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra.