Makrílviðræðum frestað fram í næstu viku
Samningafundi um makríl milli Íslands, Færeyja, Evrópusambandsins og Noregs var í dag frestað fram til næsta miðvikudags.
Samningaviðræður um skiptingu aflahlutar milli strandríkja á makríl hafa nú staðið síðan 2008. Í kjölfar ráðgjafar Alþjóða hafrannsóknarráðsins (ICES) í haust, sem gefur til kynna betra ástand makrílstofnsins en áður var talið, boðaði Ísland til samningafundar í september sl. Það er ljóst að bætt ástand stofnsins gefur tækifæri á að þoka viðræðum í samkomulagsátt. Á þeim grundvelli hafa viðræður farið fram frá haustmánuðum.
Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra sjávarútvegsmála, kveðst minna bjartsýnn nú en hann var á haustmánuðum en engu að síður sé það mikilvægt að reyna til þrautar að ná samkomulagi. Hér eftir sem hingað til byggir afstaða Íslands á því að nást verði samkomulag sem byggi á vísindalegum grunni bæði hvað varðar hæfilegar veiðar úr stofninum og sanngjarnri skiptingu aflahlutar milli ríkjanna, en á undanförnum árum hefur makríll leitað í síauknum mæli í íslenska lögsögu eftir fæði.
Samningaviðræður um skiptingu aflahlutar milli strandríkja á makríl hafa nú staðið síðan 2008. Í kjölfar ráðgjafar Alþjóða hafrannsóknarráðsins (ICES) í haust, sem gefur til kynna betra ástand makrílstofnsins en áður var talið, boðaði Ísland til samningafundar í september sl. Það er ljóst að bætt ástand stofnsins gefur tækifæri á að þoka viðræðum í samkomulagsátt. Á þeim grundvelli hafa viðræður farið fram frá haustmánuðum.
Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra sjávarútvegsmála, kveðst minna bjartsýnn nú en hann var á haustmánuðum en engu að síður sé það mikilvægt að reyna til þrautar að ná samkomulagi. Hér eftir sem hingað til byggir afstaða Íslands á því að nást verði samkomulag sem byggi á vísindalegum grunni bæði hvað varðar hæfilegar veiðar úr stofninum og sanngjarnri skiptingu aflahlutar milli ríkjanna, en á undanförnum árum hefur makríll leitað í síauknum mæli í íslenska lögsögu eftir fæði.