Hoppa yfir valmynd
22. janúar 2014 Atvinnuvegaráðuneytið

Lög um kynjakvóta rædd á kraftmiklum fundi í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 

Ráðherra og frummælendur
Ráðherra og frummælendur
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra boðaði til fundarins í þeim tilgangi að fá fram sjónarmið stjórnenda í atvinnulífinu á því hvernig lögin um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja væru að virka en þau tóku gildi síðastliðið haust. Fundurinn var vel sóttur fulltrúum úr ýmsum geirum atvinnulífsins. Fram kom á fundinum að hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja hækkar eftir því sem að þau eru stærri.

Fundurinn hófst á því að Margrét Sæmundsdóttir hagfræðingur hjá atvinnuvega- og  nýsköpunarráðuneytinu fór yfir nýjustu tölur um skiptingu kynja í stjórnum félaga og má sjá glærur hennar hér. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri hefur hækkað mikið á undanförnum árum - og er hlutfallið hæst í stærstu fyrirtækjunum. Þá er það jafnframt einkar athyglisvert að hlutfall kvenna í skráðum fyrirtækjum á Íslandi er það hæsta í Evrópu.

Eggert B. Guðmundsson forstjóri N1, Björgólfur Jóhannsson forstjóri IcelandairGroup  og Katrín Pétursdóttir forstjóri Lýsis fluttu framsögur og í kjölfar þeirra voru einkar líflegar umræður þar sem að ólík rök og sjónarmið tókust á. Allir fundarmenn voru þó sammála um mikilvægi opinnar og hreinskiptinnar umræðu um þessi mál hvoru tveggja milli stjórnvalda og atvinnulífs sem og í öllu samfélaginu.  Ráðherra og frummælendur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta