Hoppa yfir valmynd
24. janúar 2014 Atvinnuvegaráðuneytið

Nýr samningafundur um makríl í næstu viku

Samningafundi um makríl milli Íslands, Færeyja, Evrópusambandsins og Noregs lauk nú um hádegisbil. Ekki náðist niðurstaða á fundinum en aðilar telja að þokast hafi í rétta átt. Ákveðið var að halda viðræðum áfram í Bergen næstkomandi þriðjudag.

Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra sjávarútvegsmála, fagnar því að viðræðunum skyldi ekki hafa verið slitið án þess að niðurstaða liggi fyrir, á meðan að samningaviðræður standi yfir sé enn von um að saman náist. Ríkjunum beri að reyna til þrautar að reyna að ná samkomulagi en það verði að byggja á vísindalegum grunni  bæði hvað varðar hæfilegar veiðar úr stofninum sem og sanngjarnri skiptingu aflahlutar milli ríkjanna.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta