Hoppa yfir valmynd
28. janúar 2014 Atvinnuvegaráðuneytið

Tveggja milljarða króna erlend fjárfesting í örþörungaverksmiðju mun skapa 30 ný störf á Suðurnesjum 

Ragnheiður Elín og Skarphéðinn Orri 2
Ragnheiður Elín og Skarphéðinn Orri 2

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og forsvarsmenn líftæknifyrirtækisins Algalíf Iceland ehf. skrifuðu í dag undir fjárfestingasamning vegna örþörungaverksmiðju á Ásbrú á Reykjanesi. Áætlað er að verkefnið muni kosta um tvo milljarða króna og gera áætlanir ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið um mitt ár 2015. Framleiðslan hefst strax á þessu ári en fullum afköstum verður náð á árinu 2016 og verða starfsmenn þá um 30 talsins. Nú þegar starfa átta manns hjá fyrirtækinu og mun þeim fjölga strax í næsta mánuði. 

AlgaLif fjárfestingarsamningur undirritaður

Fjárfestingarsamningurinn við Algalíf er gerður með þeim fyrirvara að hann kemur ekki til framkvæmda fyrr en fullnægjandi lagastoðar hefur verið aflað frá Alþingi. Algalíf Iceland ehf. var stofnað í ágúst 2012 og er í eigu norska félagsins NutraQ A/S.


Algalíf nýtir 1.500m2 húsnæði sem þegar er til á Ásbrú, fyrrum varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll, en mun að auki byggja nýtt 6.000m2 húsnæði. 

Í verksmiðjunni verða ræktaðir örþörungar sem nefnast Haematococcus Pluvialis, en úr þeim er unnið virka efnið Astaxanthin. Það er sterkt andoxunarefni sem notað er í fæðubótaefni og vítamínblöndur, auk þess að vera neytt sérstaklega í hylkjaformi. Mikill og vaxandi markaður er fyrir efnið og annar heimsframleiðslan hvergi nærri eftirspurn.

AlgaLif


Skilyrði eru sérstaklega hagstæð á Íslandi til hátækniframleiðslu af þessu tagi, en nálægð við alþjóðaflugvöll, hreint vatn, örugg orkuafhending og hæft starfsfólk eru á meðal þeirra þátta sem réðu því að verksmiðjunni var valinn staður á Suðurnesjum.

Verksmiðjan verður sú fullkomnasta sinnar gerðar í heiminum. Þörungarnir verða ræktaðir í lokuðu kerfi þar sem næringu, hita og birtumagni verður stýrt nákvæmlega.klega hagstæð á Íslandi til hátækniframleiðslu af þessu tagi, en nálægð við alþjóðaflugvöll, hreint vatn, örugg orkuafhending og hæft starfsfólk eru á meðal þeirra þátta sem réðu því að verksmiðjunni var valinn staður á Suðurnesjum.

Verksmiðja Algalífs mun nota 5 megavött af raforku til framleiðslunnar. Þegar hefur verið gengið frá orkusamningi við HS orku um raforkukaup til 25 ára.

Framkvæmdastjóri Algalífs á Íslandi er Skarphéðinn Orri Björnsson. Hann hefur um árabil unnið í lyfjageiranum, meðal annars hjá Actavis og einnig sem sérfræðingur og framkvæmdastjóri hjá Sameinuðu þjóðunum vegna uppbyggingar á nútíma lyfjaverksmiðjum í Afríku.  Ragnheiður Elín og Skarphéðinn Orri

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta