Auglýsing frá Menningarsjóði Íslands og Finnlands
Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Finnlands og Íslands. Í því skyni veitir sjóðurinn árlega ferðastyrki og annan fjárstuðning.
Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Finnlands og Íslands. Í því skyni veitir sjóðurinn árlega ferðastyrki og annan fjárstuðning. Styrkir verða öðru fremur veittir einstaklingum en stuðningur við samtök og stofnanir kemur einnig til greina.
- Athygli er vakin á að nú er einungis hægt að sækja um rafrænt á www.hanaholmen.fi.
- Æskilegt er að umsóknir séu ritaðar á sænsku, dönsku eða norsku.
- Fyrirspurnir má senda á: fonderna@hanaholmen.fi.