Hoppa yfir valmynd
31. janúar 2014 Atvinnuvegaráðuneytið

Makrílfundi lauk án samkomulags  

Makrílveiðar
Makrílveiðar

Samningafundi Evrópusambandsins, Noregs, Færeyja og Íslands um stjórn veiða á makríl sem staðið hefur frá því á þriðjudag í Bergen í Noregi lauk nú í hádeginu. Engin niðurstaða náðist á fundinum en aðilar ákváðu að halda þeim möguleika opnum að halda áfram viðræðum síðar ef flötur finnst á að leysa málið. 

Enn ber nokkuð á milli aðila þó að nokkuð hafi þokað í samkomulagsátt. Deilt er um skiptingu heildarafla, en deilan snýr ekki síður að ákvörðun þess heildarafla sem óhætt er að veiða úr stofninm á árinu 2014. Ísland hefur miðað við að ekki skuli vikið frá veiðiráðgjöf ICES (Alþjóðahafrannsóknarráðsins) þannig að afkomu stofnsins sé ekki stefnt í hættu á meðan aðrir aðilar hafa sett fram kröfu um að veiða verulega umfram veiðiráðgjöfina.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta