Hoppa yfir valmynd
31. janúar 2014 Atvinnuvegaráðuneytið

Óskað eftir umsögnum um drög að reglugerð


Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hyggst á næstunni setja reglugerð um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda. Með reglugerðinni verður innleidd reglugerð Evrópuþingsins- og ráðsins (ESB) nr. 1169/2011. Óskað er eftir umsögnum um þau drög sem liggja nú fyrir.

Í reglugerðinni er fjallað um almennar meginreglur, kröfur og skyldur er varða matvælaupplýsingar, einkum merkingar matvæla. Stefnt er að því að tryggja öflugri neytendavernd í tengslum við matvælaupplýsingar.

Umsagnir skulu berast atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Skúlagötu 4, 150 Reykjavík eða á netfangið [email protected] fyrir 14. mars 2014.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta