Hoppa yfir valmynd
1. febrúar 2014 Atvinnuvegaráðuneytið

"Vonbrigði að samningalotu um makríl hafi lokið án árangurs"

Sigurður Ingi Jóhannsson
Sigurður Ingi Jóhannsson

Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra sjávarútvegsmála lýsir yfir miklum vonbrigðum með að samningaviðræðum um veiðar á makríl hafi lokið án árangurs. 

„Deiluaðilar höfðu sögulegt tækifæri til að ná saman, ekki síst í ljósi þess að veiðráðgjöf ICES hljóðaði upp á 64% meiri afla en á síðasta ári. En fyrir sumar þjóðir þótti þessi aukning ekki nægjanleg. Við höfðum náð sameiginlegum skilningi með Evrópusambandinu um leið sem hefði tryggt til frambúðar sjálfbæra nýtingu á makrílstofninum. Það voru okkur mikil vonbrigði að aðrar þjóðir skyldu ekki styðja þá lausn. Engu að síður munum við hér eftir sem hingað til leggja okkur fram um að ná lausn sem byggir á vísindalegum grunni bæði hvað varðar hæfilegar veiðar úr stofninum sem og sanngjarnri skiptingu aflahlutar milli samningsaðila.“ 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta