Hoppa yfir valmynd
3. febrúar 2014 Atvinnuvegaráðuneytið

Kvikmyndamiðstöð Íslands tekur að sér utanumhald á endurgreiðslukerfi kvikmynda

Ragnheiður Elín og Laufey Guðjónsdóttir
Ragnheiður Elín og Laufey Guðjónsdóttir

Einföldun á umsóknarferli og stjórnsýslu til hagsbóta fyrir kvikmyndaiðnaðinn ásamt betri nýtingu opinbers fjár eru markmið samnings sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Laufey Guðjónsdóttir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar undirrituðu í dag. 

Endurgreiðslukerfi kvikmynda hefur verið starfrækt frá árinu 2001 á grundvelli laga nr. 43/1999. Fyrsta árið voru endurgreiddar alls 13 m.kr. en á síðasta ári námu endurgreiðslurnar 933 m.kr.

Héðan í frá mun Kvikmyndamiðstöð sjá um afgreiðslu erinda og almenna upplýsingagjöf um endurgreiðslukerfi kvikmynda. Jafnframt mun Kvikmyndamiðstöð fylgjast sérstaklega með þróun stuðningskerfa af þessu tagi í Evrópu.

Yfirlit um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar má sjá hér:http://www.atvinnuvegaraduneyti.is/verkefni/malaflokkar/endurgreidslur-vegna-kvikmyndagerdar/almennt/nr/7459

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta