Hoppa yfir valmynd
8. febrúar 2014 Atvinnuvegaráðuneytið

Makríll – niðurstaðan mikil vonbrigði!

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir það mikil vonbrigði að samningar um veiðar á makríl hafi ekki náðst á fundi svo kallaðra strandríkja á fundi í Lundúnum í dag. 

Sigurður Ingi: „Við vorum þess fullviss að nú væri kominn tími til að klára þessar viðræður, sérstaklega í ljósi þess að ráðgjöf um heildarveiði fyrir yfirstandandi ár hafði verið hækkuð umtalsvert. Ráðgjöfin hafði verið hækkuð um 64% af ICES (Alþjóða hafrannsóknarráðið), en hún dugði greinilega ekki til að mati sumra strandríkjanna.“

Í ofanálag urðum við vitni að verulegri óbilgirni Norðmanna. Þeir lögðu til að heildarveiðin yrði aukin í 1,3 milljónir tonna, sem er tæplega 50% meira en ráðgjöfin hljóðar uppá og 140% meira en ráðgjöfin fyrir árið í fyrra. Þetta er í hróplegri mótsögn við almennt viðurkennd viðmið strandríkjanna um varúðarsjónarmið og að veiðar á makríl eigi að vera sjálfbærar.“

Sigurður bætir við að Íslendingar hafi á undanförnum mánuðum gefið töluvert eftir til að reyna að ná samningum: „Eftir að nýja ráðgjöfin um heildarveiði barst frá ICES vikum við nokkuð frá kröfum okkar. Við höfðum náð samningsgrunni með Evrópusambandinu um hvernig væri hægt að ljúka þessu. Og það gerðum við í góðri trú. Það eru því mikil vonbrigði að aðrir skuli ekki hafa fallist á þessa lausn, því hún hefði tryggt sjálfbæra nýtingu á makríl stofninum á komandi árum.“

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta