Hoppa yfir valmynd
10. febrúar 2014 Innviðaráðuneytið

Eingöngu rafrænir reikningar frá 1. janúar 2015

Mikilvægt skref stigið í átt að almennri notkun á stöðluðum rafrænum reikningum.

Fjármálaráðherra kynnti í dag fyrir ríkisstjórninni niðurstöður verkefnis sem snýr að því að gera pappírsreikninga óþarfa.  Niðurstaða þessa verkefnis er sú að frá og með 1.janúar 2015 mun ríkið einungis taka við rafænum reikningum samkvæmt tæknforskriftum sem gefnar eru út af FUT (Fagstaðlaráði í upplýsingatækni) í samvinnu við ICEPRO.

Markmiðið að ná fram sparnaði er nemur um 500 milljónum króna á ári.  Þessi ákvörðun ríkisins er mikilvægt skref í þróun rafrænna viðskipta á Íslandi og mun án efa hvetja aðila innan atvinnulífsins til að fylgja í fótspor hins opinbera á þessu sviði.

ICEPRO hefur um árbil unnið markvisst að framgangi rafrænna viðskipta  og mun hér eftir sem hingað til vinna með hagsmunaaðilum að skilvirkri innleiðingu þeirra hér á landi.

Nánari upplýsingar er að finna á vef fjármálaráðuneytisins:

http://www.fjarmalaraduneyti.is/frettir/nr/17659 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum