Lífshlaupið sett
.jpg)
Lífshlaupið var sett formlega í sjöunda skiptið í síðustu viku í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði.
Lífshlaupið var sett formlega í sjöunda skiptið í síðustu viku í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur að verkefninu. Hafsteinn Pálsson, formaður almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, Geir Gunnlaugsson, landlæknir, Lars Jóhann Imsland Hilmarsson, skólastjóri Hraunvallaskóla, Magnús Ragnarsson, aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra, Áslaug Einarsdóttir frá velferðarráðuneytinu og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar fluttu stutt ávörp og tóku þátt í léttri og skemmtilegri þraut, ásamt nemendum úr Hraunvallaskóla, sem Andrés Guðmundsson hjá Skólahreysti stjórnaði.