Hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa hækkar
Fyrir rúmu ári var birt landsaðgerðaráætlun fyrir Ísland um endurnýjanlega orkugjafa (National Renewable Energy Action Plan, NREAP) sem miðar að því að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa.
Í nýútkominni framvinduskýrslu um þróun mála kemur í ljós að hlutdeild endurnýjanlegrar orku á Íslandi jókst í samgöngugeiranum, úr 0,8% í 0,9% milli áranna 2011 og 2012. Á sama tíma hækkaði heildarhlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa úr 75,7% í 76%.