Hoppa yfir valmynd
26. febrúar 2014 Atvinnuvegaráðuneytið

Eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur, á grundvelli 23. gr. raforkulaga, heimilað Landsneti hf. að framkvæma eignarnám í ákveðnum jörðum á Suðurnesjum vegna lagningu Suðurnesjalínu 2.

Beiðni um eignarnám barst ráðuneytinu í febrúar 2013 og hefur gagnaöflun staðið yfir síðan. Eignarnámsbeiðnin snýr að 220 kV háspennulínu (Suðurnesjalínu 2) sem fyrirhugað er að reisa á milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar með það að markmiði að styrkja með almennum hætti raforkuflutningskerfið á Suðurnesjum.

Í ákvörðun ráðuneytisins um að heimila eignarnám er rakið að öll skilyrði eignarnáms séu að mati ráðuneytisins til staðar, þ.e. skilyrði um lagafyrirmæli, að samningaleið hafi verið reynd til þrautar, að almenningsþörf liggi að baki, að nauðsyn beri til, að meðalhófs sé gætt og skilyrði um afmörkun eignarnáms. Í eignarnáminu felst ákveðinn afnotaréttur af viðkomandi jörðum fyrir Landsnet, í þágu framkvæmdarinnar.

Um bætur vegna eignarnámsins fer samkvæmt lögum um framkvæmd eignarnáms og sker matsnefnd eignarnámsbóta úr ágreiningi um eignarnámsbætur.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta