Hoppa yfir valmynd
10. mars 2014 Atvinnuvegaráðuneytið

Iðnaðarráðherra fundar með orkumálaráðherra Bretlands

Michael Fallon og Ragnheiður Elín
IMG_0563

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, átti í dag fund með orkumálaráðherra Bretlands, Michael Fallon. Á fundinum ræddu ráðherrarnir mögulegt samstarf á milli þjóðanna á sviði orkumála, m.a. með vísan til viljayfirlýsingar sem undirrituð var í maí 2012. 

Hugmyndir um lagningu sæstrengs milli landanna voru sérstaklega ræddar á fundinum, en um nokkurt skeið hefur legið fyrir að áhugi væri á slíku verkefni af hálfu breskra stjórnvalda til að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa þar í landi. Á fundinum var farið yfir stöðu mála varðandi möguleika og frekari könnun á slíku verkefni og m.a. greint frá nýlegu áliti atvinnuveganefndar Alþingis þar sem lagt er til að nánari upplýsinga verði aflað um tiltekin atriði og að frekari skoðun á málinu verði á forræði stjórnvalda. 

Breski ráðherrann kynnti nýlega stefnu breskra stjórnvalda um raforkutengingar milli landa og fór yfir að fjögur slík verkefni væru í gangi, eða undirbúningi, af hálfu Bretlands. Um gagnlegan fund var að ræða og á honum komu fram upplýsingar sem nýtast í að undirbúa næstu skref í málinu af hálfu stjórnvalda.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta