Hoppa yfir valmynd
14. mars 2014 Forsætisráðuneytið

Menntun er lykill að valdeflingu kvenna

Phumzile Mlambo-Ngcuka og Eygló Harðardóttir /Mynd Heidi Orava norden.org
Phumzile Mlambo-Ngcuka og Eygló Harðardóttir /Mynd Heidi Orava norden.org

Norræna ráðherranefndin og norrænir ráðherrar jafnréttismála stóðu í gær fyrir opnum fundi um menntun sem leið til að stuðla að kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna á ráðstefnu kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, er formaður Norrænu ráðherranefndarinnar um jafnréttismál á þessu ári.

Á fundinum lagði Eygló áherslu á að jafnréttismál eru brýnt hagsmunamál beggja kynja og að mikilvægt sé að fá karla til virkari þátttöku í umræðu um þau. „Við þurfum að efla fræðslu um jafnréttismál á öllum skólastigum, við þurfum að fjölga körlum í umönnunar- og kennslustörfum, við þurfum að ögra ríkjandi hugmyndum um hvað telst „viðeigandi“ starfsvettvangur fyrir konur og karla og beita öllum ráðum til að breyta hugsunarhætti kynjanna í þessum efnum.

Sérstakur gestur fundarins var framkvæmdastjóri UN Women, Phumzile Mlambo-Ngcuka.  Rætt var um hvernig beita beita megi stefnumótandi ákvörðunum á sviði menntamála til að auka kynjajafnrétti á Norðurlöndum og nýta norrænt samstarf til að stuðla að aukinni menntun og valdeflingu kvenna í öðrum heimshlutum. 

Framlag Norðurlandaþjóðanna mikils metið

Phumzile MPhumzile Mlambo-Ngcuka /Mynd Heidi Orava norden.orglambo-Ngcuka þakkaði norrænum stjórnvöldum öflugan fjárhagslegan og pólitískan stuðning norrænna þjóða við starfssemi UN Women en 43% heildarframlaga í þróunarsjóði samtakanna kemur frá Norðurlöndunum. Norðurlöndin hafa lagt áherslu á náið samstarf við UN Women vegna yfirstandandi vinnu við endurskoðun þúsaldarmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og endurmat á framkvæmdaáætlunni frá Peking frá árinu 1995.  Mlambo-Ngcuka ítrekaði að menntun sé lykillinn að valdeflingu kvenna og að bein tengsl séu á milli hærra menntunarstigs þjóða og rétti kvenna til frjósemisheilbrigði og lífs án ofbeldis. Þótt aðgengi barna að menntun í þróunarlöndunum hafi aukist sýni nýlegar skýrslur að enn eru drengir mun líklegri til að ganga í skóla en stúlkur. 

Norðurlöndin munu árið 2015 í samstarfi við UN Women vekja athygli á megináherslum framkvæmdaáæltunarinnar frá Peking og hvetja til þess að aðildaríki Sameinuðu þjóðanna meti hvernig framkvæmdum hefur miðað.

Norrænu ráðherrarnir áréttuðu á fundinum vilja sinn til að samþætta kynjajafnrétti inn í sjálfbæru þróunarmarkmiðin sem taka við af þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna árið 2015. Vilji ráðherranna er einnig að sérstakt markmið verði sett um réttindi og valdeflingu kvenna með áherslu á efnahagsleg og pólitísk réttindi, aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi og bætt kyn- og frjósemisheilbrigði.

Eygló HarðardóttirBrýnasta áskorunin

Norrænu ráðherrarnir eru sammála um að kynbundið náms- og starfsval sé ein brýnasta áskorunin  í jafnréttismálum í dag. Þetta séu múrar sem þurfi að brjóta til að uppræta launamun kvenna og karla.

Kynbundið ofbeldi sé enn fremur vandamál sem krefjist kerfislægra breytinga og gagnrýninnar umræðu um kynhlutverk karla og kvenna.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum