Hoppa yfir valmynd
21. mars 2014 Atvinnuvegaráðuneytið

Áhættumat Matvælastofnunar vegna hugsanlegs innflutnings á erfðaefni holdanauta

Matvælastofnun lagt fram áhættumat vegna hugsanlegs innflutnings á erfðaefni holdanauta. Áhættumatið er nú til umsagnar hjá Bændasamtökum Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands, Landssamtökum kúabænda og Tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið óskaði eftir því við Matvælastofnun í október síðastliðnum að stofnunin annaðist framkvæmd áhættumats, sem tæki mið af lögum  nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr og lögum  nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, vegna hugsanlegs innflutnings á erfðaefni holdanauta. Áhættumatið skyldi miðast við að flutt verði inn djúpfryst erfðaefni holdanautategundarinnar Aberdeen Angus, sem komi frá félaginu Geno Global Ltd. í Noregi, með eftirtöldum hætti:

Innflutningur fósturvísa og sæðis beint til bænda. 

Innflutningur fósturvísa og sæðis á einangrað ræktunarbú.

Áhættumat Matvælastofnunar liggur nú fyrir og er það í þremur skjölum:

  1. Mat á áhættu vegna innflutnings á nautasæði frá Geno Global Ltd í Noregi.
  2. Mat á áhættu vegna innflutnings á fósturvísum frá Geno Global Ltd í Noregi.
  3. Dæmi um áhættuminnkandi aðgerðir vegna innflutnings á erfðaefni frá Geno Global Ltd í Noregi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta