Hoppa yfir valmynd
25. mars 2014 Atvinnuvegaráðuneytið

Gullkarfaveiðum stjórnað með aflareglu

Golden redfish/Gullkarfi
Golden redfish/Gullkarfi

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að veiðum á gullkarfa í íslenskri fiskveiðilögsögu skuli framvegis stjórnað með aflareglu til fimm ára með endurskoðun á fimmta ári.  Þessi ákvörðun er í samræmi við stefnu stjórnvalda um ábyrga fiskveiðistjórnun með sjálfbæra og hagkvæma nýtingu að leiðarljósi. Aflareglan byggir á því að tryggja góðan karfaafla til lengri tíma litið með því að veiða árlega hóflegt hlutfall af stofninum byggt á stofnmati og ráðgjöf vísindamanna.
Þessi ákvörðun er lokaskrefið í löngu ferli.  Ferlið byggir á hafrannsóknum og felst í prófun íslenskra vísindamanna á mismunandi aflareglum, vali á útfærslu í víðtæku samráði við hagsmunaaðila og loks mati Alþjóðahafrannsóknaráðsins á þeirri reglu sem valin er út frá kröfum um sjálfbærni og varúðarleið við stjórn fiskveiða. Að fengnu jákvæðu mati Alþjóðahafrannsóknaráðsins lagði svo ráðherra tillöguna fyrir ríkisstjórn til samþykktar

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta