Hoppa yfir valmynd
31. mars 2014 Atvinnuvegaráðuneytið

Dreifing og flutningur á raforku í dreifbýli lækkar um allt að 20% frá og með 1. apríl 2014. Lækkun að meðaltali 3% í þéttbýli vegna hækkunar á niðurgreiðslum.

Flutningur raforku
Flutningur raforku

Allt frá því að ný raforkulög tóku gildi árið 2005, með aðskilnaði orkufyrirtækja í dreifiveitur og sölufyrirtæki, hefur dreifikostnaður raforku í dreifbýli hækkað langt umfram það sem þekkist í þéttbýli. Stjórnvöld hafa leitað leiða til að lækka raforkuverð í dreifbýli til jafns við það verð sem er hæst í þéttbýli. Veitt hefur verið sérstakri fjárveitingu til að jafna þennan kostnað, svokallað dreifbýlisframlag. Fyrir Alþingi  liggur frumvarp sem gerir ráð fyrir að dreifbýlisframlagið hækki á næstu þremur árum þannig að dreifing raforku í dreifbýli verði til samræmis við dreifikostnað í þéttbýli. Þessu verður mætt með jöfnunargjaldi sem leggst á hverja kWst hjá almennum notendum sem nemur 10 aurum á kWst á ári á næstu þremur árum.

Á fjárlögum ársins 2014 er varið 544 m.kr til jöfnunar kostnaði við dreifingu raforku sem er aukning um 304 m.kr. frá árinu á undan. Fyrir notanda með niðurgreidda rafhitun í dreifbýli getur þetta þýtt allt að 20% lækkun á þeim hluta raforkureikningsins sem kemur frá dreifiveitu en söluþátturinn er óbreyttur. Heildarreikningurinn lækkar því um 8,7% og gera má ráð fyrir að hann eigi eftir að lækka enn frekar á komandi árum. Í töflunni hér að neðan er sýnt hvernig þetta kemur fram hjá almennum notanda hjá RARIK með heildarnotkun upp á 40.000 kWst/ári. Niðurstaðan er mjög svipuð hjá Orkubúi Vestfjarða.



Allir raforkunotendur í dreifbýli njóta góðs af hækkun  dreifbýlisframlags. Sem dæmi má taka fiskverkun sem notar 100.000 kWst/ári en dreifikostnaður hjá henni lækkar um 11%.

Garðyrkjuræktandi með niðurgreiðslu á lýsingu í gróðurhúsi með tímamældan taxta mun sjá allt að 20% lækkun á dreifi- og flutningshluta reikningsins.

Notendur í þéttbýli með niðurgreidda rafhitun njóta lækkunar á dreifikostnaði að meðaltali um 3% vegna hækkunar á niðurgreiðslum og heildarreikningurinn mun lækka um 1%.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta