Hoppa yfir valmynd
11. apríl 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

37 verkefni hlutu styrk úr Sprotasjóði skólaárið 2014-2015

Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2014-2015 til 37 verkefna að fjárhæð tæplega 50 millj. kr.

Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2014-2015. Alls bárust 124 umsóknir til sjóðsins og var heildarfjárhæð umsókna rúmar 259 millj. kr. Veittir voru styrkir til 37 verkefna að fjárhæð tæplega 50. millj. kr.

Sprotasjóður er sameiginlegur fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og er hlutverk sjóðsins að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi.

Áherslusvið sjóðsins voru að þessu sinni:

  • Árangursríkt læsi alla skólagönguna: Að skilja og nýta upplýsingar á fjölbreyttan hátt
  • Verklegir kennsluhættir á öllum námssviðum og mat á hæfni nemenda
  • Afburðanemendur

Stjórn sjóðsins, sem skipuð er fulltrúum frá Kennarasambandi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samstarfsnefnd háskólastigsins og mennta- og menningarmálaráðuneyti, mat umsóknir og gerði tillögur til mennta- og menningarmálaráðherra um styrkveitingar. Ákveðið var, eins og áður sagði, að veita styrki til 37 verkefna að upphæð tæplega 50. millj. kr.

Styrkirnir dreifðust með eftirfarandi hætti milli skólastiga og landshluta

Höfuðborg Reykjanes Suður-
land
Vestur-
land
Norður-
land
Austur-
land
Samtals Upphæð
Leikskólar 3 2 2 1 8 10.300.000
Grunnskólar 14 1 2 2 2 21 25.344.000
Framhaldsskólar 2 1 1 1 1 1 7 11.930.000
Þvert á skólastig 1 1 2.000.000
Samtals 37 49.574.000

Yfirlit yfir þau 37 verkefni sem hlutu styrk úr Sprotasjóði fyrir skólaárið 2014-2015.

Úthlutun 2014-2015

Leikskólastig

Umsækjandi Heiti verkefnis Samstarfsstofnanir Úthlutun
Leikskólinn Tjarnarsel Garðurinn okkar og hringrás náttúrunnar: Kennsla og nám á útileiksvæði leikskóla SAGE garden 1.000.000
Heilsuleikskólinn Urðarhóll Að læra gegnum dans 650.000
Leikskólinn Gefnarborg Brú milli tungumála 750.000
Leikskólinn Ösp Málrækt sem verkfæri til að móta lýðræðis samfélag í leikskóla Fellaskóli 1.500.000
Heilsuleikskólinn Hamravellir Í takt við tæknina? efling læsis með notkun upplýsingatækni og spjaldtölva Heilsuleikskólinn Krókur, Heilsuleikskólinn Kór, Heilsuleikskólinn Háaleiti, Ungbarnaleikskólinn Ársól-heilsuleikskóli, Skólar 2.500.000
Leikskólar Vesturbyggðar Lífsmennt 600.000
Leikskólinn Heklukot Lengi býr að fyrstu gerð 1.300.000
Fræðslusvið Árborgar Að auka hæfni, þekkingu og leikni leikskólabarna í læsi Leikskólinn Árbær, Leikskólinn Álfheimar, Leikskólinn Hulduheimar, Leikskólinn Jötunheimar, Leikskólinn Brimver/Æskukot 2.000.000

Grunnskólastig

Umsækjandi Heiti verkefnis Samstarfsstofnanir Úthlutun
Grundaskóli Efla list- og verkgreinar með áherslu á tækni og forritun Brekkubæjarskóli 1.250.000
Flataskóli Frá frumkvæði til framkvæmdar - Efling nýsköpunar- og frumkvöðlahæfni og þróun kennsluhátta og námsmats á grunnskólastigi FNF (Félag kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt), Klifið skapandi fræðslusetur, Menntavísindasvið HÍ, Flataskóli, Garðaskóli, Menntaklif - skólasamfélag Garðabæjar 1.250.000
Seyðisfjarðarskóli Stafrænt handverk Seyðisfjarðarskóli 500.000
Salaskóli Nýtum það sem til er, vinnum saman hvar sem er 779.000
Breiðagerðisskóli Hreyfum námsefnið 865.000
Hvolsskóli Fræðsla grunnskólanema og vistheimt örfoka lands á Suðurlandi Landvernd, Grunnskólinn á Hellu, Þjórsárskóli, Landgræðsla ríkisins 2.000.000
Grunnskóli Grindavíkur Grunnskóli Grindavíkur og auðlindir grenndarsamfélagsins 1.400.000
Hvaleyrarskóli Upplýsingalæsi - nám í gegnum leik Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar 1.500.000
Dalskóli Grafið í hólinn 400.000
Lágafellsskóli Núvitund/gjörhygli í skólastarfi 2.200.000
Dalvíkurskóli Byrgjum brunninn-árangursríkt nám í upphafi grunnskóla Árskógarskóli 1.600.000
Giljaskóli Núvitund í Giljaskóla Háskólinn á Akureyri 600.000
Salaskóli Ritun og jafningjaráðgjöf HÍ, Menntavísindadeild 1.000.000
Álfhólsskóli Tilfinningalæsi 800.000
Grunnskóli Seltjarnarness Lesið fyrir hund Félagsmiðstöðin Selið, Grunnskóli Seltjarnarness 1.500.000
Varmárskóli Afburðanemendur í Varmárskóla 2.700.000
Sæmundarskóli Smiðjur í 6.-7. bekk 800.000
Hörðuvallaskóli Skólabyrjun í brennidepli 1.500.000
Grunnskóli Vestmannaeyja Stafræn framleiðslutækni fyrir 1. til 5. bekk. Nýsköpunarmiðstöð Íslands 1.200.000
Grunnskólinn í Borgarnesi IÐN: Verkleg kennsla á vinnustað 500.000
Grunnskólinn á Bakkafirði Vinnustofur 1.000.000

Framhaldsskólastig

Umsækjandi Heiti verkefnis Samstarfsstofnanir Úthlutun
Fjölbrautaskóli Suðurnesja HÖN 103 400.000
Menntaskólinn við Hamrahlíð, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Fjölbrautaskólinn við Ármúla Menningareflandi framhaldsskólar Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Menntaskólinn við Hamrahlíð 2.800.000
Flensborgarskólinn í Hafnarfirði LTG. Lestur til gagns. 780.000
Fjölbrautaskóli Suðurlands Nýnemaönn í FSU Háskóli Íslands 2.000.000
Fjölbrautaskóli Snæfellinga Fjölbreytt námsframboð Fjölbrautaskóli Vesturlands, Menntaskóli Borgarfjarðar Menntaskólinn á Ísafirði, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra Menntaskólinn á Tröllaskaga, Framhaldsskólinn á Húsavík Menntaskólinn á Egilsstöðum, Verkmenntaskóli Austurlands Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu 2.250.000
Framhaldsskólinn á Laugum Verknám í heimabyggð - samstarfs framhaldsskóla og vinnustaða Verkmenntaskólinn á Akureyri 1.700.000
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu Starfsnám á landsbyggðinni Fjölbrautaskóli Vesturlands, Menntaskóli Borgarfjarðar, Fjölbrautaskóli Snæfellinga, Menntaskólinn á Ísafirði, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Framhaldsskólinn á Húsavík, Menntaskólinn á Egilsstöðum, Verkmenntaskóli Austurlands 2.000.000

Þvert á skólastig

Umsækjandi Heiti verkefnis Samstarfsstofnanir Úthlutun
Skóla- og frístundasvið Reyjavíkurborgar Samstarf um mál og læsi alla skólagönguna Leikskólinn Sunnuás, Langholtsskóli 2.000.000
Heildarúthlutun 49.574.000

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum