Hoppa yfir valmynd
15. apríl 2014 Atvinnuvegaráðuneytið

Reglugerð um strandveiði 2013/14

Reglugerð um strandveiði 2013/14 var send til birtingar í dag með gildistöku frá og með morgundeginum. Til veiðanna eru ætluð skv. lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða 8.600 tonn af óslægðum botnfiski sem er sama magn og í fyrra. 

Skipting magns milli svæða og tímabila er höfð óbreytt frá fyrra ári og veiðarnar standa frá maí og fram í ágúst. Það gildir líkt og fyrr að bátar sem fá leyfi til strandveiða geta ekki haft önnu leyfi til fiskveiða á fiskveiðiárinu. 

Til viðbótar má nefna að Alþingi samþykkti síðastliðið sumar breytingu á lögum sem felur það í sér að eigendur lögaðila sem eiga bát með strandveiðileyfi geta ekki átt aðild nema að einu strandveiðileyfi, en hvert strandveiðileyfi er bundið við einn bát.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta