Hoppa yfir valmynd
16. apríl 2014 Atvinnuvegaráðuneytið

Stórbætt tölfræði um ferðaþjónustuna

Samningur um ferðaþjónustureikninga handsalaður
Samningur um ferðaþjónustureikninga handsalaður

Hagstofan mun hér eftir halda utan um gerð ferðaþjónustureikninga en mikil vöntun hefur verið á tölfræði er varðar efnahagsleg áhrif ferðaþjónustunnar og samanburður við önnur lönd verið erfiður. Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála og Ólafur Hjálmarsson Hagstofustjóri skrifuðu í dag undir samning þessa efnis og er hann til þriggja ára. 

Markmiðið með samningnum er að tryggja að hægt verði að meta efnahagsleg áhrif ferðaþjónustu fyrir íslenskt efnahagslíf þannig að samanburður fáist á vægi hennar milli landa.

Ferðaþjónustureikningar (Tourism Satellite Accounts) eru unnir skv. aðferðafræði TSA og taka þeir til neyslu og framleiðslu í ferðaþjónustu, framleiðsluvirði, fjárfestingu, samneyslu og fleiri þátta sem viðkoma reikningunum.

Undirritun samnings um ferðaþjónustureikninga

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á hjalp@utn.is

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta