Hoppa yfir valmynd
22. apríl 2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Leyfilegur heildarafli íslenskra skipa á makríl tæplega 148 þúsund tonn

Makrílveiðar
Makrílveiðar

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið heildarafla makríls  fyrir árið 2014 og nemur hann 147.721 tonni eða um 16,6% af ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins(ICES) sem er 889.886 tonn. Þetta samrýmist þeirri kröfu sem Ísland hafði uppi í samningaviðræðum um skiptinu makrílkvótans.

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir að ákvörðun Íslands um veiði sýni að Íslendingar miði við og vilji stunda ábyrgar veiðar. „Hér eftir sem hingað til munum við gera okkar allra besta til að ná sanngjörnum samningi um veiðar á makríl við öll hin strandríkin - en sá samningur mun ekki geta grundvallast veiðum langt umfram ráðgjöf vísindamanna. Heildaraflinn er í góðu samræmi við það sem við kröfðumst í samningaviðræðum um skiptingu kvótans.“

Samhliða þessari ákvörðun hefur ráðherra undirritað reglugerð um makrílveiðar íslenskra skipa árið 2014. Þar er leyfilegum heildarafla skipt á milli skipaflokka þannig; til smábáta 6.000 tonn, til ísfisksskipa 7.917 tonn, til frystitogara 30.682 tonn og til uppsjávarskipa 103.121 tonn. Gert er ráð fyrir að fyrirkomulag veiða verði að öðru leyti sambærilegt og á síðasta ári.

Í nýgerðum makrílsamningi Evrópusambandsins, Noregs og Færeyja ætla þessar þjóðir sér heildarafla í ár langt umfram heildarveiðiráðgjöf ICES. Miðað við 1.240 þúsund tonna heildarveiði nemur 148 þúsund tonna afli Íslands 11,9% af heildarafla samkvæmt samningnum.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira