Hoppa yfir valmynd
24. apríl 2014 Atvinnuvegaráðuneytið

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra ásamt forystumönnum íslenskrar fatahönnunar á Copenhagen Fashion Summit

Ragnheiður Elín, Gunnar og Halla

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sækir í dag Copenhagen Fashion Summit ráðstefnuna sem haldin er í Óperuhúsinu í Kaupmannahöfn í þriðja sinn.

Með ráðherra í för eru forystumenn íslenskrar fatahönnunar ásamt Höllu Helgadóttur framkvæmdastjóra Hönnunarmiðstöðvar Íslands, sem sá um undirbúning heimsóknarinnar. Á ráðstefnunni hittir ráðherra meðal annars Mary, krónprinsessu Dana og Margrethe Vestager, varaforsætisráðherra Danmerkur, sem fer með efnahags- og innanríkismál.

Ráðstefnan fjallar um sjálfbærni í tísku og samfélagslega ábyrgð tískuiðnaðarins, en viðburðurinn er sá stærsti sinnar tegundar í heiminum.

Það eru Nordic Fashion Association og Danish Fashion Institute sem standa að ráðstefnunni, en Fatahönnunarfélag Íslands og Hönnunarmiðstöð Íslands eru meðlimir í Nordic Fashion Association sem stofnuðu Copenhagen Fashion Summit og NICE verkefnið. Gunnar Hilmarsson, fatahönnuður, er formaður Nordic Fashion Association 2014.

Markmið samtakana er að koma norrænum tískuiðnaði í forystu á heimsvísu hvað varðar samfélagslega og umhverfislega ábyrgð og sjálfbærni í viðskiptalausnum.

Copenhagen Fashion Summit er haldið annað hvert ár. Fjöldi fyrirlesara halda erindi og hönnuðir frá Norðurlöndnum sýna föt framleidd á umhverfisvænan og sjálfbæran hátt. Þar á meðal er íslenski hönnuðurinn Guðmundur Jörundsson, sem framleiðir fatnað undir vörumerkinu JÖR.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta