Hoppa yfir valmynd
25. apríl 2014 Atvinnuvegaráðuneytið

Undirritun samstarfssamnings Hafrannsóknastofnunar og Náttúruauðlindastofnunarinnar á Grænlandi

Samningurinn handsalaður
Samningurinn handsalaður

Í dag var undirritaður samstarfssamningur Hafrannsóknastofnunar og Náttúruauðlinda-stofnunarinnar á Grænlandi (Grönlands Naturinstitut).  

Samningurinn er gerður til að styrkja samstarf stofnananna á sviði haf- og fiskirannsókna, einkum á hafsvæðinu milli Grænlands og Íslands og á sameiginlegum fiskistofnum þessara nágrannaþjóða. Í samningum er gert ráð fyrir sameiginlegum rannsóknaverkefnum, gagnkvæmum skiptum á sérfræðiþekkingu og starfsmönnum, samnýtingu rannsóknatækja, þ.m.t. skipum, sem og sameiginlegum styrkumsóknum og fjármögnun rannsókna.

Fyrsta sameiginlega verkefnið samkvæmt þessum samningi eru makrílrannsóknir á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni innan íslensku og grænlensku efnahagslögsögunnar á komandi sumri. Í framhaldinu munu stofnanirnar vinna að sameiginlegum áætlunum um næstu verkefni.


Sjávarútvegsráðherra og forstjórar hafrannsóknastofnana Íslands og Grænlands

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta