Nýtt skipurit ANR miðar að einföldun og auknum styrk
Nýtt skipurit í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu tók gildi þann 1. maí 2014. Breytingarnar koma í kjölfar hagræðingaraðgerða sem gripið var til í upphafi ársins og eru markmið þeirra að einfalda skipulag, auka hagkvæmni og styrkja hverja skrifstofu.
Skrifstofur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í nýju skipulagi eru fimm í stað sjö áður.
Undir Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heyra tvær fagskrifstofur: Skrifstofa matvæla, landbúnaðar og byggðamála og skrifstofa sjávarútvegs og fiskeldis.
Undir Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra heyra tvær fagskrifstofur: Skrifstofa iðnaðar og orkumála og skrifstofa viðskipta, nýsköpunar og ferðaþjónustu.
Þvert á þessar fjórar fagskrifstofur er skrifstofa fjárlaga, rekstrar og innri þjónustu.
Nánari upplýsingar um ábyrgðarsvið hverrar skrifstofu má sjá á vef ráðuneytisins anr.is.
Verkefni ráðuneytisins eru skilgreind í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.
Nýtt skipurit